Enable JavaScript in the browser to display LibreOfficeDev Help pages.

Flýtilyklar fyrir teiknaða hluti

Þú getur notað lyklaborðið til að búa til og breyta teiknuðum hlutum.

Táknmynd fyrir athugasemd

Sumir flýtilyklarnir gætu verið fráteknir í eitthvað annað í skjáborðsumhverfinu þínu. Flýtilyklar sem úthlutað er af skjáborðsumhverfinu geta ekki verði tiltækir fyrir LibreOfficeDev. Séu slíkir árekstrar, reyndu þá annað hvort að úthluta nýjum lyklum fyrir LibreOfficeDev, í Verkfæri - Sérsníða - Lyklaborð, eða að breyta þeim í skjáborðsumhverfinu.


Að búa til og breyta teiknuðum hlut

  1. Ýttu á F6 til að fara á Teikningaslána.

  2. Ýttu á Hægri örvalykilinn þangað til þú lendir á tækjaslártákninu fyrir það teikniáhald sem þú vilt nota.

  3. Ef það er örvartákn næst táknmyndinni, er teikniáhaldið með undirvalmynd. Ýttu á Upp eða Niður örvalyklana til að opna undirvalmyndina, ýttu síðan á Hægri eða Vinstri lyklana til að velja táknmynd fyrir hlut/aðgerð.

  4. Ýttu á +Enter.

    Hluturinn er búinn til á miðju skjalinu.

  5. Til að snúa aftur í skjalið, ýttu á +F6.

    Þú getur notað örvalyklana til að staðsetja hlutinn þar sem þú vilt hafa hann. Til að velja skipun úr samhengisvalmynd hlutarins, ýttu þá á Shift+F10.

Til að velja hlut

  1. Ýttu á +F6 til að fara inn í skjalið.

  2. Ýttu á Tab þangað til þú lendir á hlutnum sem þú ætlar að velja.