Enable JavaScript in the browser to display LibreOfficeDev Help pages.

Margfalda hluti

Þú getur búið til tvítök eða mörg afrit af hlutum. Afritin geta verið nákvæmlega eins og frummyndin, en geta líka verið frábrugðin í stærð, lit og stöðu.

Eftirfarandi dæmi býr til peningastafla með því að afrita oft sama sporbauginn.

  1. Notaðu verkfærið Sporbaugur til að teikna gegnheilan gulan sporbaug.

  2. Veldu sporbauginn og farðu í Breyta - Margfalda.

  3. Settu inn 12 sem Fjöldi afrita.

  4. Settu inn neikvæð gildi fyrir breidd og hæð svo að peningarnir minnki eftir því sem ofar dregur í staflanum.

  5. Til að skilgreina litabreytingu á peningunum, veldu þá mismunandi liti í Byrjun and Endir reitunum. Liturinn í Byrjun reitnum er settur á hlutinn sem þú ert að margfalda.

  6. Smelltu á Í lagi til að búa til afritin.